Ferill 254. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 257  —  254. mál.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um ríkiseignir.

Frá Loga Einarssyni.


     1.      Hversu margar nýbyggingar hafa verið byggðar á vegum ríkisins og fyrirtækja þess undanfarin 20 ár? Svar óskast sundurliðað eftir sveitarfélagi, ári, stærð, tegund húsnæðis, byggingarstigi, því hvenær hafist var handa og byggingarkostnaði.
     2.      Hver var fjöldi bygginga ríkisins ár hvert á fyrrnefndu tímabili, sundurliðað eftir sveitarfélögum?
     3.      Hver var fjöldi fermetra ríkiseigna ár hvert á fyrrnefndu tímabili, sundurliðað eftir sveitarfélögum?
     4.      Hvaða upphæð var greidd í fasteignagjöld af ríkiseignum ár hvert á fyrrnefndu tímabili, sundurliðað eftir sveitarfélögum?


Skriflegt svar óskast.